Albert Guðmundsson var rétt í þessu að tvöfalda forystu Fiorentina gegn Genoa og er staðan nú 2-0 í Flórens.
Íslenski landsliðsmaðurinn er að mæta Genoa í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir Fiorentina frá félaginu.
Hann er á láni út tímabilið en Fiorentina mun gera skiptin varanleg í sumar.
Albert er auðvitað í byrjunarliði Fiorentina og er búinn að skora gegn gömlu félögunum, en markið gerði hann með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Robin Gosens.
Þetta var fjórða deildarmark Alberts á tímabilinu og það fimmta í öllum keppnum.
?? GOAL: Albert Gudmundsson
— Kevin Morales (@KevinMoral96566) February 2, 2025
???????? Fiorentina 2-0 Genoa pic.twitter.com/PhVh8R9dKH
Athugasemdir