Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Albert skoraði gegn gömlu félögunum
Albert og Moise Kean eru báðir búnir að skora
Albert og Moise Kean eru báðir búnir að skora
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var rétt í þessu að tvöfalda forystu Fiorentina gegn Genoa og er staðan nú 2-0 í Flórens.

Íslenski landsliðsmaðurinn er að mæta Genoa í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir Fiorentina frá félaginu.

Hann er á láni út tímabilið en Fiorentina mun gera skiptin varanleg í sumar.

Albert er auðvitað í byrjunarliði Fiorentina og er búinn að skora gegn gömlu félögunum, en markið gerði hann með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Robin Gosens.

Þetta var fjórða deildarmark Alberts á tímabilinu og það fimmta í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner