Richie Wellens, stjóri Leyton Orient á Englandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um Ange Postecoglou, stjóra Tottenham.
Wellens mætti í viðtal eftir 1-0 tap liðsins gegn Stockport County í ensku C-deildinni í gær.
„Ég ætla ekki að koma með afsakanir. Ég er ekki Ange Postecoglou,“ sagði Wellens, sem hefur nú verið tilneyddur til þess að biðjast afsökunar.
Hann segist skammast sín fyrir ummælin.
„Eftir leikinn í dag var ég spurður um meiðsli í hópnum og án þess að hugsa lét ég falla heimskuleg ummæli um Tottenham Hotspur.“
„Ég tók betur eftir þessum ummælum eftir að hafa horft aftur á viðtalið. Ég skammast mín niður í hrúgu og sé eftir því sem ég sagði. Samband Leyton Orient við Tottenham er mjög sterkt og það var aldrei ætlun mín að segja eitthvað sem kæmi því í hættu. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er heimsklassa þjálfari og vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum og óska ég Tottenham alls hins besta seinni hluta tímabilsins,“ sagði Wellens.
Eins og Wellens kom inn á er samband Leyton og Tottenham mjög gott. Tveir leikmenn Tottenham eru á láni hjá Leyton og þá spilaði Harry Kane með félaginu í byrjun ferilsins. Kvennalið Tottenham spilar heimaleiki sína reglulega á velli Leyton og féllu þessi ummæli því ekkert sérlega vel í kramið hjá stjórnarmönnum Tottenham.
Athugasemdir