Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 15:28
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og Man City: Ödegaard byrjar - De Bruyne á bekknum
Ödegaard og Martinelli byrja báðir
Ödegaard og Martinelli byrja báðir
Mynd: EPA
Arsenal og Manchester City eigast við í stórleik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum klukkan 16:30 í dag.

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er mættur aftur í liðið og þá kemur Myles Lewis-Skelly í vörnina eftir að Arsenal vann áfrýjun á rauða spjaldinu sem hann fékk í leiknum gegn Wolves í síðustu umferð.

Thomas Partey, Leandro Trossard, Kai Havertz og Gabriel Martinelli eru þá allir í byrjunarliðinu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, er með Kevin de Bruyne á bekknum í dag á meðan egypski 'prinsinn' Omar Marmoush byrjar.

Arsenal: Raya, Lewis-Skelly, Gabriel, Saliba, Timber, Rice, Partey, Odegaard, Trossard, Havertz, Martinelli.

Man City: Ortega, Nunes, Stones, Akanji, Gvardiol, Silva, Kovacic, Savinho, Foden, Haaland, Marmoush.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner