Heimild: Fck.dk
Hinn 16 ára gamli Viktor Bjarki Daðason þreytti frumraun sína með aðalliði FC Kaupmannahafnar í æfingaleik gegn spænska liðinu Elche í dag.
Viktor Bjarki gekk til liðs við FCK síðasta sumar en hann spilaði sinn fyrsta leik með Fram sumarið 2023.
Hann byrjaði á bekknum í dag en hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. FCK tapaði 1-0.
Þá var Rúnar Alex Rúnarsson í byrjunarliðinu en hann hefur verið í frystinum. Hann hefur fengið leyfi fyrir því að finna sér nýtt félag .
Athugasemdir