Tveir leikir í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 14:00 í dag en Tottenham heimsækir Brentford á meðan Manchester United tekur á móti Crystal Palace. Hákon Rafn Valdimarsson byrjar sinn fyrsta deildarleik með Brentford.
Ange Postecoglou og lærisveinar hans í Tottenham eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan um miðjan desember og situr nú í 16. sæti deildarinnar.
Brentford hefur á meðan unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum, en liðið er í 11. sæti.
Mikey Moore, sem átti flottan leik með Tottenham gegn Elfsborg í Evrópudeildinni í vikunni, er í byrjunarliðinu í dag.
Stærsti moli dagsins er að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er í marki Brentford. Þetta verður hans fyrsti byrjunarliðsleikur og annar leikurinn sem hann spilar í deildinni, en hann kom kom inn af bekknum í markalausu jafntefli gegn Brighton í lok desember.
Mark Flekken, aðalmarkvörður Brentford, er ekki í hópnum.
Brentford: Valdimarsson, Lewis-Potter, Van den Berg, Collins, Ajer, Janelt, Norgaard, Schade, Damsgaard, Mbeumo, Wissa.
Tottenham: Kinsky, Gray, Davies, Spence, Porro, Bissouma, Bentancur, Kulusevski, Son, Richarlison, Moore.
Alejandro Garnacho er í byrjunarliði Manchester United gegn Crystal Palace. Hann hefur verið orðaður frá félaginu í glugganum en Ruben Amorim vill ólmur halda honum.
Matthijs De Ligt er á bekknum og sama á við um Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee. Ayden Heaven, sem kom til Man Utd frá Arsenal á dögunum, er ekki í hópnum og þá má Patrick Dorgu ekki spila þennan leik.
Man Utd: Onana, Mazraoui, Maguire, Martinez, Fernandes, Yoro, Amad, Garnacho, Dalot, Ugarte, Mainoo
Crystal Palace: Henderson, Mitchell, Lacroix, Guehi, Sarr, Lerma, Munoz, Mateta, Kamada, Hughes, Richards
Athugasemdir