Mathys Tel, framherji Bayern, mun ekki ganga til liðs við Manchester United.
Það kemur fram í frönskum og þýskum fjölmiðlum að félögin hafi ekki náð samkomulagi. Man Utd vildi fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sumar.
Bayern tók það hins vegar ekki í mál og vildi að Man Utd myndi kaupa hann strax.
Tel er enn eftirsóttur en Arsenal er m.a. meðal félaga sem hafa áhuga á þessum 19 ára gamla Frakka.
Athugasemdir