Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 18:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd og Bayern náðu ekki samkomulagi
Mynd: Getty Images
Mathys Tel, framherji Bayern, mun ekki ganga til liðs við Manchester United.

Það kemur fram í frönskum og þýskum fjölmiðlum að félögin hafi ekki náð samkomulagi. Man Utd vildi fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sumar.

Bayern tók það hins vegar ekki í mál og vildi að Man Utd myndi kaupa hann strax.

Tel er enn eftirsóttur en Arsenal er m.a. meðal félaga sem hafa áhuga á þessum 19 ára gamla Frakka.
Athugasemdir
banner
banner
banner