Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 11:06
Brynjar Ingi Erluson
Rashford á leið til Aston Villa - „Here we go!“
Mynd: Getty Images
Aston Villa er að ganga frá viðræðum við Manchester United um að fá enska sóknarmanninn Marcus Rashford á láni út tímabilið en Sky Sports og Fabrizio Romano segja þetta í dag.

Sky segir að Villa greiði 75 prósent af launum Rashford hjá United.

Möguleiki er á að það hækki upp í 90 prósent en það veltur allt á frammistöðu Rashford og Villa.

Fabrizio Romano segir þá að kaupákvæðið í samningum nemi um 40 milljónum punda. Romano hefur þá fullyrt skiptin með frasanum „Here we go!“ .

Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur sjálfur samþykkt að ganga í raðir Villa og samkvæmt ensku miðlunum átti hann gott samtal með Unai Emery, stjóra félagsins. Hann mun gangast undir læknisskoðun síðar í dag og í kjölfarið skrifa undir hjá Villa.

Svipaður strúktur er á þessu láni og þegar United lánaði Jadon Sancho til Borussia Dortmund á síðasta tímabili og Antony til Real Betis í þessum mánuði.

Englendingurinn hefur ekkert komið við sögu með United síðasta mánuðinn. Ruben Amorim, stjóri United, sagðist setja sömu kröfur á alla leikmenn og að Rashford væri ekki að gera nóg til að uppfylla þær kröfur.

Á þessu tímabili hefur Rashford skorað 7 mörk og gefið 3 stoðsendingar í öllum keppnum með United.
Athugasemdir
banner
banner
banner