Fiorentina 2 - 1 Genoa
1-0 Moise Kean ('9 )
2-0 Albert Gudmundsson ('30 )
2-1 Koni De Winter ('55 )
1-0 Moise Kean ('9 )
2-0 Albert Gudmundsson ('30 )
2-1 Koni De Winter ('55 )
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var á skotskónum er Fiorentina vann Genoa, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í dag, en Albert var að mæta Genoa í fyrsta sinn síðan hann fór frá félaginu síðasta sumar.
Albert gekk til liðs við Fiorentina á láni eftir stórkostlegt síðasta tímabil með Genoa. Ef ákveðnum skilyrðum er mætt verða skiptin gerð varanleg í sumar.
KR-ingurinn byrjaði í holunni gegn gömlu félögunum og átti flottan leik.
Moise Kean, heitasti framherji deildarinnar, skoraði á 9. mínútu er aukaspyrna Rolando Mandragora rataði á hann. Kean, sem er fullur sjálfstraust þessa dagana, skoraði auðveldlega.
Tuttugu mínútum síðar var Albert á ferðinni með fjórða deildarmark sitt á tímabilinu. Robin Gosens var með boltann vinstra megin og kallaði Albert stanslaust eftir sendingunni, sem kom að lokum og sá Albert til þess að þessi köll hans myndu skila árangri.
Hann fékk boltann í miðjum teignum og skoraði með föstu skoti. Albert ákvað auðvitað að sleppa því að fagna markinu af virðingu við Genoa, sem gerði hann að stjörnu í deildinni.
Koni De Winter minnkaði muninn fyrir Genoa þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Aaron Martin.
Fiorentina var hættulegt í skyndisóknum í síðari hálfleiknum en það var Genoa sem ætlaði sér að na´í jöfnunarmark. De Winter komst næst því að jafna er hann fékk annað skallafæri eftir hornspyrnu en David De Gea sá við honum í þetta sinn og tókst Fiorentina að halda út og næla í góðan sigur.
Flórensarliðið er í 5. sæti með 39 stig aðeins stigi frá Meistaradeildarsæti en Genoa í 12. sæti með 26 stig.
Athugasemdir