Jorginho, miðjumaður Arsenal á Englandi, er að færast nær brasilíska félaginu Flamengo, en hann mun þó ekki ganga í raðir félagsins fyrr en í sumarglugganum.
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Flamengo hafi ítrekað reynt að fá Jorgino í þessum mánuði en að Arsenal hafi útilokað þann möguleika.
Þessi 33 ára gamli leikmaður verður samningslaus eftir tímabilið og eru allar líkur á því að þetta verði hans síðasta tímabil með Arsenal.
Jorginho er fæddur og uppalinn í Brasilíu en fór ungur að árum til Ítalíu. Þar öðlaðist hann ríkisborgararétt og valdi það síðan að spila fyrir landslið Ítalíu.
Hann mun líklega snúa aftur til heimalandsins í sumar en viðræður við Flamengo eru komnar langt á veg.
Samkvæmt Di Marzio mun Jorginho gera þriggja ára samning og ganga formlega í raðir Flamengo í sumar.
Athugasemdir