Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Akpom orðinn liðsfélagi Hákonar (Staðfest)
Mynd: Lille
Franska félagið Lille hefur fengið enska sóknarmanninn Chuba Akpom á láni frá Ajax í Hollandi.

Akpom er 29 ára gamall og uppalinn hjá Arsenal en hann hefur spilað síðustu tvö árin með Ajax.

Hann skoraði 15 mörk með Ajax á síðustu leiktíð og gert 8 mörk á þessari leiktíð.

Englendingurinn er nú kominn til Lille á láni út tímabili og á Lille möguleika á að kaupa hann á meðan lánssamningurinn er í gildi.

Akpom er því orðinn liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Hákonar Arnars Haraldssonar.

Lille er í 4. sæti frönsku deildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner