Franska félagið Lille hefur fengið enska sóknarmanninn Chuba Akpom á láni frá Ajax í Hollandi.
Akpom er 29 ára gamall og uppalinn hjá Arsenal en hann hefur spilað síðustu tvö árin með Ajax.
Hann skoraði 15 mörk með Ajax á síðustu leiktíð og gert 8 mörk á þessari leiktíð.
Englendingurinn er nú kominn til Lille á láni út tímabili og á Lille möguleika á að kaupa hann á meðan lánssamningurinn er í gildi.
Akpom er því orðinn liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Hákonar Arnars Haraldssonar.
Lille er í 4. sæti frönsku deildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
???????????????? ????’????????????????????????????????????????, ????? ???????????? ???????? ???????????????????? ???????????????????????????????????????? ????
— LOSC (@losclive) February 2, 2025
L’attaquant polyvalent anglais, Chuba Akpom (29 ans), en provenance de l’Ajax Amsterdam, rejoint officiellement le LOSC dans le cadre d’un prêt (avec option d’achat) jusqu’au terme de la saison… pic.twitter.com/KL7aGsyf36
Athugasemdir