Það verður mikið um að vera á lokadögunum félagaskiptagluggans, en Aston Villa, Manchester United og Tottenham koma mikið við sögu í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Aston Villa er að næla í spænska miðjumanninn Marco Asensio (29) en hann kemur á láni frá Paris Saint-Germain. (Birmingham Live)
Tottenham hefur lýst yfir áhuga á Axel Disasi, leikmanni Chelsea (26), en félagið mun reyna að fá hann ef enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori (27) kemur ekki í þessum glugga. (Telegraph)
Lloyd Kelly (26), varnarmaður Newcastle, er á leið til Juventus á Ítalíu. (Chronicle)
Manchester United vill fá Mathys Tel (19), framherja Bayern München og er þá að skoða það að fá Leon Bailey (27), leikmann Aston Villa, áður en glugginn lokar. (Athletic)
Southampton hefur lagt fram tilboð í Loubadhe Abakar Sylla (22), varnarmann Strasbourg í Frakklandi. Botnliðið vill fá Fílabeinsstrendinginn á láni út tímabilið. (Fabrizio Romano)
Crystal Palace er í sambandið við Chelsea vegna enska bakvarðarins Ben Chilwell (28), en það kemur til greina að fá hann á láni. (Athletic)
Viðræður Benfica og Manchester United um hollenska vinstri bakvörðinn Tyrell Malacia (25) hafa siglt í strand, en það er þó enn möguleiki á að hann fari frá United fyrir gluggalok. (Fabrizio Romano)
Manchester United er þá að taka áhuga sinn á El Bilal Toure (23), framherja Stuttgart, á næsta stig, en hann er sem stendur á láni frá Atalanta. (Teamtalk)
AC MIlan er að ganga frá viðræðum við Feyenoord um mexíkóska framherjann Santiago Gimenez (23). (Goal)
West Ham hefur lagt fram 30 milljóna punda tilboð í El Junior Kroupi (18), framherja Lorient í frönsku B-deildinni. (Football Insider)
Galatasaray hefur lýst yfir áhuga á að fá Kieran Trippier (34), leikmann Newcastle United. (Mail)
Fulham vill fá norður-írska bakvörðinn Trai Hume (22) frá Sunderland. (Belfast Telegraph)
Burnley er að ganga frá viðræðum við Sporting um enska sóknartengiliðinn Marcus Edwards. (Talksport)
Middlesbrough er í viðræðum við Aston Villa um enska vængmanninn Samuel Iling-Junior (21), sem er á láni hjá Bologna á Ítalíu. (Mail)
Allan Saint-Maximin (27) er á leið á láni til Napoli frá Al Ahli. (Calciomercato)
Marseille ætlar að gera tilraun til að fá argentínska varnarmanninn Aaron Anselmino (19) á láni frá Chelsea. (Footmercato)
Christopher Nkunku (27), sóknarmaður Chelsea, mun ekki fara til Bayern München í þessum glugga, en þýska félagið gæti endurvakið áhuga sinn í sumar. (Christian Falk)
Athugasemdir