Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 13:36
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Kolo Muani skoraði tvö í sigri Juventus
Randal Kolo Muani er nákvæmlega það sem Juventus vantaði
Randal Kolo Muani er nákvæmlega það sem Juventus vantaði
Mynd: EPA
Juventus 4 - 1 Empoli
0-1 Mattia De Sciglio ('4 )
1-1 Randal Kolo Muani ('61 )
2-1 Randal Kolo Muani ('64 )
3-1 Dusan Vlahovic ('90 )
4-1 Francisco Conceicao ('90 )
Rautt spjald: Youssef Maleh, Empoli ('84)

Franski framherjinn Randal Kolo Muani fer frábærlega af stað með ítalska liðinu Juventus en hann skoraði tvö mörk er það vann 4-1 sigur á Empoli í Seríu A í dag.

Juventus fékk Kolo Muani á láni frá Paris Saint-Germain á dögunum og var hann ekki lengi að reima á sig markaskóna. Hann skoraði í fyrsta leik sínum gegn Napoli og gerði þá tvö mörk í dag.

Heimamenn í Juventus byrjuðu á afturfótunum en bakvörðurinn Mattia De Sciglio skoraði fyrir Empoli þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar.

De Sciglio, sem er einmitt á láni hjá Empoli frá Juventus, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Empoli hélt í forystuna út hálfleikinn, en Juventus tókst að stilla saman strengi í hálfleik og skoraði fjögur í þeim síðari.

Kolo Muani vann boltann af varnarmanni Empoli og þrumaði honum í netið. Þremur mínútum síðar gerði hann annað mark sitt og var heppnisstimpill yfir því. Timothy Weah átti þrumuskot fyrir utan teig sem fór af Kolo Muani, breytti um stefnu og lak í nærhornið.

Youssef Maleh, leikmaður Empoli, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og nýtti Juventu sér liðsmuninn með því að bæta við tveimur mörkum undir lokin.

Dusan Vlahovic kom inn af bekknum og skoraði þriðja markið með þrumuskoti fyrir utan teig og þá gerði portúgalski vængmaðurinn Francisco Conceicao lokamarkið með skoti af stuttu færi.

Juventus er komið með 40 stig og situr nú í 4. sæti en Empoli með 21 stig í 17. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 22 17 2 3 37 15 +22 53
2 Inter 21 15 5 1 55 18 +37 50
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Juventus 23 9 13 1 39 20 +19 40
5 Fiorentina 22 11 6 5 37 22 +15 39
6 Lazio 22 12 3 7 38 30 +8 39
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 21 9 7 5 32 23 +9 34
9 Roma 22 8 6 8 33 28 +5 30
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 20 32 -12 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner