Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 16:40
Brynjar Ingi Erluson
Tók Ödegaard tæpar tvær mínútur að skora gegn Man City
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er búinn að skora gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar á Emirates, en markið kom eftir aðeins tæpar tvær mínútur.

Hápressa Arsenal skilaði sér strax í byrjun leiks. Leikmenn Man City voru í erfiðleikum með að spila út úr vörninni og átti Manuel Akanji slaka snertingu sem varð til þess að boltinn endaði hjá Declan Rice.

Hann tók snögga sendingu inn á Kai Havertz sem lagði hann síðan til hliðar á Ödegaard sem skoraði.

Stuttu síðar kom Gabriel Martinelli boltanum í netið í annað sinn en markið dæmt af vegna rangstöðu. Lærisveinar Pep Guardiola í miklu basli í byrjun leiks.

Sjáðu markið hjá Ödegaard
Athugasemdir
banner
banner