Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 12:04
Brynjar Ingi Erluson
West Ham nær samkomulagi við Brighton um Ferguson
Mynd: Getty Images
West Ham United hefur náð samkomulagi við Brighton um írska framherjann Evan Ferguson en hann gengur í raðir félagsins á láni út tímabilið.

Írinn skaust fram á sjónarsviðið tímabilið 2022-2023 þá aðeins 18 ára gamall.

Hann skoraði 10 mörk í öllum keppnum og var valinn besti ungi leikmaður Brighton það tímabilið.

Ferguson byrjaði síðasta tímabil með látum. Hann skoraði fyrstu þrennuna í leik gegn Newcastle í byrjun september og komst þar í fámennan hóp en hann var aðeins fjórði leikmaðurinn til þess að ná því á 18 ára aldri.

Erfið hnémeiðsli í apríl héldu honum frá keppni næstu mánuði á eftir og hefur hann ekki alveg náð að taka upp þráðinn frá þar sem frá var horfið.

Framherjinn hefur að mestu verið varamaður á leiktíðinni og aðeins skorað eitt mark, en fær nú tækifæri til þess að koma ferlinum aftur af stað.

West Ham hefur náð samkomulagi við Brighton um að fá Ferguson á láni út tímabilið, en þar hittir hann Graham Potter, fyrrum stjóra sinn hjá Brighton.

Chelsea, Everton og Tottenham höfðu öll áhuga á að fá Ferguson, en það heillaði framherjann meira að endurnýja kynni sín við Potter.

Bayer Leverkusen reyndi þá að fá Ferguson á dögunum til að koma í stað Victor Boniface. Al Nassr var í viðræðum við Boniface en valdi í staðinn að taka Jhon Duran frá Aston Villa og fór því svo að Boniface hélt kyrru fyrir hjá Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner