Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Middlesbrough leiðir kapphlaupið um Iheanacho
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho gæti verið að snúa aftur í enska boltann en Sky Sports heldur því fram að Middlesbrough sé líklegasti áfangastaðurinn.

Iheanacho leikur með Sevilla en hann þekkir til á Englandi þar sem hann lék með Man City og Leicester frá 2014-2024. Hann gekk til liðs við Sevilla á frjálsri sölu síðasta sumar.

Middlesbrough hefur verið í baráttu við Celtic um leikmanninn en Sky Sports greinir frá því að Sevilla hafi hafnað lánstilboði frá Celtic i leikmanninn.

Félögin eru í leit að framherja en Celtic seldi Kyogo Furuhashi til Rennes fyrir 10 milljónir punda og Emmaneul Latte Lath er á förum frá Middlesbrough til Atlanta United í MLS deildinni fyrir 22 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner