Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   sun 02. febrúar 2025 16:32
Brynjar Ingi Erluson
Telma áfram í skoska bikarnum - Dagný í tapliði gegn Liverpool
Telma Ívarsdóttir og stöllur hennar í Rangers eru komnar áfram í 8-liða úrslit skoska bikarsins eftir að hafa unnið 7-0 stórsigur á Montrose í dag.

Blikinn gekk í raðir Rangers í lok janúar og var síðan valin í hópinn í fyrsta sinn í dag.

Hún sat allan tímann á varamannabekknum er liðsfélagar hennar röðuðu inn mörkunum og komu Rangers í 8-liða úrslitin.

Brenna Lovera, sem lék með ÍBV og Selfossi frá 2019 til 2022, skoraði tvö mörk fyrir Glasgow City sem vann Celtic, 3-2.

María Þórisdóttir lék allan leikinn er Brighton gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í ensku WSL-deildinni. Brighton spilaði manni færri stærstan hluta síðari hálfleiksins, en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig.

Þá kom Dagný Brynjarsdóttir inn af bekknum hjá West Ham sem tapaði naumlega fyrir Liverpool, 1-0. West Ham er í 9. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner