Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Torino vann kapphlaupið um Casadei (Staðfest)
Mynd: EPA
Cesare Casadei hefur skrifað undir samning við Torino en hann kemur til liðsins frá Chelsea.

Fabrizio Romano segir að Torino greiði 15 milljónir evra fyrri leikmanninn en Chelsea mun fá 25 prósent af næstu sölu.

Casadei var eftirsóttur en Torino vann baráttuna gegn Lazio og Porto

Hann er 22 ára gamall ítalskur miðjumaður en hann var í akademíu Inter áður en hann gekk til liðs við Chelsea árið 2022. Hann lék 17 leiki fyrir Lundúnarliðið. Hann fór á lán til Reading í janúar 2023 og til Leicester um sumarið sama ár.

Hann var kallaður til baka í janúar í fyrra og lék sex leiki með Chelsea seinni hluta tímabilsins en hann hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner