Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   sun 02. febrúar 2025 14:39
Brynjar Ingi Erluson
Brentford undir gegn Tottenham eftir neyðarlegt sjálfsmark
Vitaly Janelt skoraði klaufalegt sjálfsmark
Vitaly Janelt skoraði klaufalegt sjálfsmark
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur er komið í 1-0 forystu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir neyðarlegt sjálfsmark þýska leikmannsins Vitaly Janelt.

Hákon Rafn Valdimarsson er að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Brentford og staðið sig vel fyrsta hálftímann.

Liðsfélagi hans, Janelt, rændi hann hins vegar tækifærinu á að halda hreinu.

Tottenham fékk hornspyrnu sem Heung-Min tók. Hann stýrði boltanum inn á miðjan teiginn og var það Janelt sem setti boltann í eigið net.

Janelt stóð fyrir Hákoni sem gat ekki handsamað boltann og varð niðurstaðan neyðarlegt sjálfsmark. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner