Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 14:39
Brynjar Ingi Erluson
Brentford undir gegn Tottenham eftir neyðarlegt sjálfsmark
Vitaly Janelt skoraði klaufalegt sjálfsmark
Vitaly Janelt skoraði klaufalegt sjálfsmark
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur er komið í 1-0 forystu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir neyðarlegt sjálfsmark þýska leikmannsins Vitaly Janelt.

Hákon Rafn Valdimarsson er að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Brentford og staðið sig vel fyrsta hálftímann.

Liðsfélagi hans, Janelt, rændi hann hins vegar tækifærinu á að halda hreinu.

Tottenham fékk hornspyrnu sem Heung-Min tók. Hann stýrði boltanum inn á miðjan teiginn og var það Janelt sem setti boltann í eigið net.

Janelt stóð fyrir Hákoni sem gat ekki handsamað boltann og varð niðurstaðan neyðarlegt sjálfsmark. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner