Tottenham Hotspur er komið í 1-0 forystu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir neyðarlegt sjálfsmark þýska leikmannsins Vitaly Janelt.
Hákon Rafn Valdimarsson er að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Brentford og staðið sig vel fyrsta hálftímann.
Liðsfélagi hans, Janelt, rændi hann hins vegar tækifærinu á að halda hreinu.
Tottenham fékk hornspyrnu sem Heung-Min tók. Hann stýrði boltanum inn á miðjan teiginn og var það Janelt sem setti boltann í eigið net.
Janelt stóð fyrir Hákoni sem gat ekki handsamað boltann og varð niðurstaðan neyðarlegt sjálfsmark. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Not how you want to see your team defending a corner ????
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 2, 2025
Tottenham take an early lead at Brentford after a Vitaly Janelt own goal ?? pic.twitter.com/9ji1gqwLIz
Athugasemdir