Danski bakvörðurinn Patrick Dorgu er genginn til liðs við Manchester United frá ítalska félaginu Lecce.
Man Utd og Lecce náðu samkomulagi um kaup og sölu á Dorgu fyrr í vikunni, en enska félagið greiðir um 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Dorgu, sem er tvítugur, gerði fimm ára samning við Untied í dag með ákvæði um að framlengja hann um ár til viðbótar.
Hann spilaði 23 leiki með Lecce á þessu tímabili, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.
Varnarmaðurinn getur spilað í báðum bakvarðarstöðunum og smellpassar inn í leikkerfi Ruben Amorim.
Þetta er annar leikmaðurinn sem United fær í þessum glugga, en félagið fékk í gær enska miðvörðinn Ayden Heaven frá erkifjendum sínum í Arsenal.
Dorgu á 4 A-landsleiki að baki fyrir Danmörk og skorað eitt mark.
Announcing Patrick Dorgu ??????
— Manchester United (@ManUtd) February 2, 2025
The Denmark international signs until June 2030, with the option for a further year! ?? #MUFC
Athugasemdir