Max Kilman, varnarmaður West Ham, telur að mark Newcastle hafi ekki átt aðstanda en Newcastle lagði West Ham 1-0 í kvöld.
Bruno Guimaraes skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Harvey Barnes. Kilman taldi að Alexander Isak hafi brotið á sér sem hafi orðið til þess að hann gat ekki komið boltanum frá.
Bruno Guimaraes skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Harvey Barnes. Kilman taldi að Alexander Isak hafi brotið á sér sem hafi orðið til þess að hann gat ekki komið boltanum frá.
„Ég stökk og fann fyrir því að mér var ýtt fast. Mér leið eins og þetta væri brot," sagði Kilman.
„Auðvitað fengum við færi eftir þetta svo það er erfitt að taka þessu en við verðum að halda áfram."
Sjáðu markið hér
Athugasemdir