Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 18:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp sá eftir því að hafa ekki fengið Mane fyrr - „Hálvitinn þinn"
Jurgen Klopp og Sadio Mane
Jurgen Klopp og Sadio Mane
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Dortmund og Liverpool, sagði frá því á viðburði á dögunum að hann hafi séð gríðarlega mikið eftir því að hafa ekki fengið þrjá leikmenn til Dortmund sem hafa blómstrað í úrvalsdeildinni.

Einn þeirra er Sadio Mane sem Klopp fékk til sín til Liverpool og þeir ensku deildina og Meistaradeildina saman.

„Ég verð að biðja Dortmund stuðningsmanninn afsökunar sem er hérna því ég keypti ekki Sadio Mane til félagsins. Ég gæti sagt að ég hafi verið ungur og barnalegur þá en ég var ekki svo ungur og ekki það barnalegur," sagði Klopp.

„Ég áttaði mig á því þegar við fengum hann til Liverpool 'Þetta er mikill peningur fyrir leikmann sem ég hefði getað fengið fyrir nokkrum árum fyrir mikið minna."

Það voru tveir aðrir leikmenn sem hann mætti sem voru undir smásjá Dortmund á sínum tíma.

„Ég hefði getað fengið Son sem var hjá Hamburg þá. Þegar ég mætti honum í úrvalsdeildinni hugsaði ég 'Guð minn góður hálvitinn þinn'. Við vorum nálægt því að fá Kevin de Bruyne svo valtaði hann yfir okkur í bikarúrslitum með Wolfsburg svo það var tvöfaldur mínus."

„Það er ekki rökrétt að sjá eftir hlutum en maður gerði sitt besta og verður að takast á við það."
Athugasemdir
banner