Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bikarúrslitaleikur eins og HM fyrir Newcastle - „Náum í bikarinn"
Mynd: EPA
Newcastle vann nauman sigur á West Ham í úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið fer nú að undirbúa sig fyrir leik helgarinnar sem er úrslitaleikur deildabikarsins gegn Liverpool á laugardaginn.

Bruno Guimaraes var hetja liðsins í dag en hann ræddi um úrslitaleikinn við Sky Sports eftir leik kvöldsins.

„Þetta er risastórt fyrir sögu félagsins og við viljum vera hluti af því. Við vitum að við munum mæta einu af bestu liðunum. Vonandi förum við á Wembley og náum í bikarinn," sagði Guimaraes.

„Við höfum séð að fólk efast um okkur. Við einbeitum okkur að okkur sjálfum. Það err ekki gott að vera án Anthony Gordon, Lewis Hall og Sven Botman en við erum með leikmenn sem geta spilað vel. Við sýndum það í dag að við erum með sterkan hóp."

„Ég trúi því að við getum unnið. Það getur allt gerst, stuðningsmennirnir geta gert gæfumuninn, fyrir okkur er þetta eins og HM, við viljum skrifa söguna fyrir félagið. Það er langt síðan liðið hefur fært stuðningsmönnum bikar," sagði Guimaraes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner