Arnar Grétarsson stýrði Valsmönnum til sigurs í Lengjubikarnum eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn hans fyrrum félögum í KA.
„Sigur á móti KA, hvernig er að heyra þetta?" Spurði Sæbjörn Steinke eftir leikinn.
„Það er nýtt, það er ekki langt síðan ég var hinu megin á línunni. Það er alltaf gaman að vinna, við vorum að vinna mót þannig það er bara fagnaðarefni," sagði Arnar.
Hann var ánægður með sigurinn þrátt fyrir að frammistaðan hafi ekki verið frábær hjá liðinu að hans mati.
„Ég er auðvitað alltaf ánægður að vinna fótboltaleiki, að vísu gerðum við bara jafntefli í dag en unnum samt leikinn. Við erum búnir að vera með marga meidda og hópurinn frá því við tókum við er búinn að vera tiltölulega fámennur en hefur verið að þéttast," sagði Arnar.
„Mér finnst vera stígandi í þessu, við eigum eftir að vera mun skæðari og betri þegar kemur lengra inn, þegar við fáum fleiri inn. Ég er þokkalega bjartsýnn en samt með lappirnar á jörðinni, við tökum bara einn leik í einu. Það bíður okkar alvöru verkefni gegn ÍBV í fyrsta leik eins og allir leikir í þessari deidl eru."