Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 02. apríl 2023 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Er með lappirnar á jörðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson stýrði Valsmönnum til sigurs í Lengjubikarnum eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn hans fyrrum félögum í KA.


„Sigur á móti KA, hvernig er að heyra þetta?" Spurði Sæbjörn Steinke eftir leikinn.

„Það er nýtt, það er ekki langt síðan ég var hinu megin á línunni. Það er alltaf gaman að vinna, við vorum að vinna mót þannig það er bara fagnaðarefni," sagði Arnar.

Hann var ánægður með sigurinn þrátt fyrir að frammistaðan hafi ekki verið frábær hjá liðinu að hans mati.

„Ég er auðvitað alltaf ánægður að vinna fótboltaleiki, að vísu gerðum við bara jafntefli í dag en unnum samt leikinn. Við erum búnir að vera með marga meidda og hópurinn frá því við tókum við er búinn að vera tiltölulega fámennur en hefur verið að þéttast," sagði Arnar.

„Mér finnst vera stígandi í þessu, við eigum eftir að vera mun skæðari og betri þegar kemur lengra inn, þegar við fáum fleiri inn. Ég er þokkalega bjartsýnn en samt með lappirnar á jörðinni, við tökum bara einn leik í einu. Það bíður okkar alvöru verkefni gegn ÍBV í fyrsta leik eins og allir leikir í þessari deidl eru."


Athugasemdir
banner
banner