Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. nóvember 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan segir foreldrum Mbappe að halda kjafti - „Þú ert aldrei stærri en félagið“
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: EPA
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er með góð ráð handa Kylian Mbappe, framherja Paris Saint-Germain, en hann segir að leikmaðurinn hafi átt að samþykkja tilboð Real Madrid í sumar.

Það var mikil dramatík í kringum Mbappe í sumar en hann var að undirbúa sig undir stærstu ákvörðun ferilsins og minnti þetta helst á þegar körfuboltamaðurinn LeBron James var að ákveða það hvort hann ætti að vera áfram í Cleveland Cavaliers eða fara til Miami Heat.

Það fór svo að Mbappe framlengdi samning sinn við PSG til 2025 og fékk í leiðinni mikil völd innan félagsins. Hann er launahæsti leikmaður heims og er þá með atkvæðarétt þegar það kemur að leikmannakaupum.

Zlatan segir að þetta hafi einfaldlega verið röng ákvörðun hjá Mbappe og þá lætur hann foreldra hans og foreldra annarra leikmanna heyra það í leiðinni.

„Hann tók rétta ákvörðun sem hentaði PSG, ekki honum sjálfum. Mbappe kom sér í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið og PSG afhenti honum lyklana, en málið er að þú ert aldrei stærri en félagið. Þegar barn styrkist þá er auðvelt fyrir það að þéna peninga,“ sagði Zlatan.

„Foreldrar hans verða lögfræðingar, umboðsmenn eða þjálfarar. Þau breytast úr einu í eitthvað allt annað. Það er vandamálið og það er tímapunkturinn þar sem þú tapar þeirri manneskju sem þú ert og sjálfsaganum. Foreldrarnir, mamman, pabbinn eða hver sem er, halda að þau séu stjörnurnar. Þau tala í blöðunum en hver í andskotanum haldið þið að þið séuð? Haldið kjafti. Þetta er undir syni ykkar komið, leikmaðurinn sem þarf að vinna og halda aga.“

„Ég þekki Mbappe ekki persónulega en hann er frábær fótboltamaður. En þegar þú tapar daganum, þá tapar þú auðkenni þínu. Það er ástæða fyrir því að Zidane er Zidane. Vill Mbappe feta í hans fótspor? Hann á ekki að vilja vera saddur og þarf að vilja taka framförum til að ná því,“ sagði Zlatan við Canal+.
Athugasemdir
banner
banner
banner