Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 19:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Manchester United í umspil - Midtjylland í 16 liða úrslit
Alejandro Garnacho (t.h.)
Alejandro Garnacho (t.h.)
Mynd: Getty Images

Manchester United heimsótti Real Sociedad í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.


Liðið þurfti tveggja marka sigur en það var hinn ungi Alejandro Garnacho sem skoraði fyrsta markið snemma leiks eftir undirbúning Cristiano Ronaldo.

Real Sociedad var mun betri aðilinn í leiknum en David De Gea átti frábæran leik milli stanganna í marki United.

United færði fleiri menn framar eftir því sem leið á og vörnin var því vel opin sem Sociedad náði að nýta sér með því að komast í gegn en mistókst að jafna metin.

United tókst ekki að skora annað mark leiksins og endar því í 2. sæti riðilsins en Sociedad á toppnum. Það þýðir að enska liðið þarf að fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitum en Sociedad fer beint þangað.

United mun mæta liðið sem fellur úr leik í Meistaradeildinni.

Það urðu miklar breytingar í lokaumferðinni í F riðli. Midtjylland var í 3. sæti fyrir umferðina en endaði á toppnum eftir 2-0 sigur á Strum Graz sem endar á botninum. Feyenoord hafnar í 2. sæti en Lazio fer í Sambandsdeildina.

Lazio og Strum Graz voru í tveimur efstu sætunum fyrir lokaumferðina.

Það var ljóst fyrir umferðina að Olympiakos væri fallið úr leik en Nantes nældi í annað sætið eftir sigur á gríska liðinu en Qarabag fer í Sambandsdeildina eftir jafntefli gegn Freiburg.

Milos og félagar í Rauðu Stjörnunni eru fallnir úr leik í Evrópu eftir tap gegn Monaco.

Úrslit og markaskorarar:

E-Riðill

Real Sociedad 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Alejandro Garnacho Ferreyra ('17 )

Sherif 1 - 0 Omonia

F-Riðill

Midtjylland 2 - 0 Sturm
1-0 Anders Dreyer ('15 )
2-0 Anders Dreyer ('72 )

Feyenoord 1 - 0 Lazio
1-0 Santiago Gimenez ('64 )

G-Riðill

Olympiakos 0 - 2 Nantes

Qarabag 1 - 1 Freiburg
0-1 Nils Petersen ('25 , víti)
Rautt spjald: Kevin Medina, Qarabag ('60)

H-Riðill

Trabzonspor 1 - 0 Ferencvaros
1-0 Anastasios Bakasetas ('7 )

Monaco 4 - 1 Crvena Zvezda
1-0 Kevin Volland ('5 )
2-0 Kevin Volland ('27 )
3-0 Milan Rodic ('50 , sjálfsmark)
3-1 Guelor Kanga ('54 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner