Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes gagnrýnir Ten Hag: Skil ekki hvað hann var að reyna
Mynd: Getty Images

Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United er ekki sáttur með ákvarðanartökur Erik ten Hag stjóra liðsins í sigrinum gegn Real Sociedad í kvöld.


United þurfti tveggja marka sigur til að vinna riðilinn og fara beint í 16 liða úrslit en í staðinn þarf liðið að fara í umspil og mæta liði sem fellur úr leik í Meistaradeildinni.

„Mér fannst þetta vera komið út í einhverja vitleysu í seinni hálfleik, ég er ekki viss hvað hann var að reyna. Þetta byrjaði með skiptingunni á Lindelöf. United var með stjórnina í fyrri hálfleik en með skiptingunni fór Casemiro í öftustu línu," sagði Scholes.

„Marcus Rashford kemur inn á fyrir Van de Beek í 'tíuna' en það er ekki staðan hans, hann þarf að vera á öxlinni á mönnum, hann þarf að vera á kanntinum með pláss til að fá boltann. Maguire fer á toppinn og þetta fer í langa bolta. Það getur virkað en þetta fór út í vitleysu eftir að liðið var með algjöra stjórn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner