ÍA reyndi í síðasta mánuði að kaupa Adolf Daða Birgisson af Stjörnunni en tilboðið barst í kjölfar sölu ÍA á Hinriki Harðarsyni til Odd í Noregi.
Adolf Daði er tvítugur sóknarmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og er á lék sinn fyrsta leik fyrir félagið tímabilið 2020. Hann kom við sögu í 19 deildarleikjum í fyrra og skoraði tvö mörk.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, í vikunni og var hann spurður út í Adolf.
Adolf Daði er tvítugur sóknarmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og er á lék sinn fyrsta leik fyrir félagið tímabilið 2020. Hann kom við sögu í 19 deildarleikjum í fyrra og skoraði tvö mörk.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, í vikunni og var hann spurður út í Adolf.
„Nei, við vorum ekki tilbúnir að láta hann fara. Adolf Daði, þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað á síðasta tímabili og leikmaður á hans kaliberi ætti kannski að gera, er auðvitað algjör lykilmaður og leiðtogi í þessu liði og verður það áfram. Það kom aldrei til greina (að samþykkja það tilboð)," sagði Jökull.
Í kjölfarið gekk svo Gísli Laxdal Unnarsson í raðir ÍA en hann sneri aftur á Skagann frá Val.
Adolf er U21 landsliðsmaður, á að baki þrjá leiki með liðinu og á alls að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin.
Stjarnan spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu á mánudaginn þegar FH kemur í heimsókn í Garðabæinn.
Athugasemdir