Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 04. júlí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari umferða 1-11: Erum ekki að missa fæturna í einhverri gleði
Óli Stefán Flóventsson (Grindavík)
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, er þjálfari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net. Grindvíkingar sitja í 4. sæti með 17 stig og eiga leik inni á tvö efstu liðin.

„Það má segja að við séum á pari. Fyrsta markmið er að ná í 22-24 stig og tryggja veru okkar í þessari deild en aðalmarkmiðið er að gera betur en í fyrra. Við erum fimm sigurleikjum frá því að ná því markmiði og erum á ágætis stað. Við erum ekki að missa fæturna í einhverri gleði. Við þekkjum þetta síðan í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net.

Grindvíkingar enduðu í 5. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra með 31 stig og hafa fylgt eftir góðum árangri í sumar.

„Við viljum bæta ákveðna hluti í okkar leik. Við erum orðnir betri í að stjórna leikjum. Við höfum lent undir í leikjum og unnið. Það gerðum við nánast aldrei í fyrra."

„Að sama skapi höfum við ekki alveg fundið sóknartaktinn. Við höfum skorað eitt mark að meðaltali í leik og fengið á okkur eitt mark að meðaltali í leik. Við teljum okkur geta gert betur. Það er ágætt að vera á þessum stað en eiga samt helling inni."

„Það sem við þurftum að laga frá því í fyrra er að verða stöðugari og við höfum unni jafnt og þétt að því frá því síðan í nóvember. Við höfum verið mjög stöðugir í okkar leik síðan í nóvember. Við stefnum á það áfram. Ef þú nærð stöðugleika þá ertu með liðið í föstum skorðum og það er alltaf jákvætt fyrir þjálfara."


Félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Er von á liðsstyrk í Grindavík?

„Við vitum það ekki ennþá. Við erum með augun opin. Ef rétti leikmaðurinn kemur inn þá erum við tilbúnir að skoða það. Við höfum kannski ekki sama budget og liðin í kringum okkur og þurfum að vinna út frá því. Við höfum gert það ágætlega tel ég," sagði Óli að lokum.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Besti dómari umferða 1-11: Þarf að fara varlega í breytingar
Vonbrigðalið fyrri helmings Pepsi-deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner