Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 04. október 2020 21:45
Baldvin Már Borgarsson
Tufa: Ég er góður í stærðfræði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tufa, aðstoðarþjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu fyrr í kvöld.

Valsmenn tóku á móti Gróttu á Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni og unnu sannfærandi 6-0 sigur.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

„Þetta var stór sigur, flott mörk sem við vorum að skora, ánægður með þrjú stig og ánægður með að halda hreinu. Það voru samt kaflar í fyrri hálfleik og í byrjun seinni þar sem við vorum sloppy og hleypum eiginlega Gróttu inn í leikinn aftur, þannig við viljum laga þá hluti.''

„Grótta er gott lið með skemmtilega stráka, Gústi Gylfa og Gummi Steinars eru að gera góða hluti með þetta lið, Grótta er búið að taka stig í Vesturbæ og Garðabæ þannig við undirbjuggum okkur vel í þetta.''


Aron Bjarna og Patrick Pedersen eru í fanta formi, það virðist fátt stoppa þá fyllyrðir Anton Freyr Jónsson, fréttaritari.

„Þú spurðir mig líka síðast um þessa gæja, þeir eru að standa sig hrikalega vel en mér fannst vörnin líka flott í dag með Hannes fyrir aftan, liðið snýst um liðið hjá okkur, alla leikmenn sem spila og koma inná líka.''

Má segja að Valsmenn séu komnir með fleiri fingur á titilinn en þegar Anton og Tufa ræddu saman síðast?

,,Já en ég er samt góður í stærðfræði og stærðfræði segir að það séu fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner