Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. nóvember 2022 20:59
Elvar Geir Magnússon
Gummi Magg búinn að rifta samningi sínum við Fram
Guðmundur fagnaði mörgum mörkum í sumar.
Guðmundur fagnaði mörgum mörkum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon hefur rift samningi sínum við Fram. Hann staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að hann hefði nýtt ákvæði í samningi sínum.

Guðmundur segist ætla að skoða það hvernig landið liggur og hvaða möguleikar standa honum til boða, bæði hér heima og jafnvel erlendis.

Guðmundur er 31 árs og átti frábært tímabil með Fram í sumar, hann skoraði 17 mörk í Bestu deildinni, jafnmörg mörk og Nökkvi Þeyr Þórisson sem hlaut gullskóinn.

Í síðasta mánuði komu fréttir um riftunarákvæði í samningi Guðmundar og sagði Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, að það væri forgangsatriði að endursemja við hann.

Óvíst er hvort Guðmundur verði áfram í herbúðum Fram á næsta tímabili eða hvort hann breyti til á sínum ferli.

Hann var gestur í hlaðvarpsþættinum Innkastið í síðasta mánuði og má hlusta á þáttinn með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner