Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. nóvember 2022 08:04
Elvar Geir Magnússon
Tækifæri fyrir Man Utd að kaupa Felix
Powerade
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Ruslan Malinovskyi.
Ruslan Malinovskyi.
Mynd: EPA
Facundo Torres.
Facundo Torres.
Mynd: Getty Images
Felix, Malinovskyi, Mudryk, Rashford, Torres, Tete, Messi og fleiri í föstudagsslúðrinu. Góða helgi!

Atletico Madrid er tilbúið að hlusta á tilboð í portúgalska framherjann Joao Felix (22) sem var á blaði hjá Manchester United í sumar. Felix hefur átt erfitt uppdráttar hjá Atletico. (Cedena SER)

Tottenham hefur náð samkomulagi við Atalanta um kaup á úkraínska miðjumanninum Ruslan Malinovskyi (29) í janúarglugganum. (Il Giorno)

Leicester City hefur verið að fylgjast með franska miðjumanninum Enzo Le Fée (22) sem gæti orðið arftaki belgíska landsliðsmannsins Youri Tielemans (25) sem hefur verið orðaður við Arsenal. (90min)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að hann muni skoða alla möguleika í janúarglugganum. Arsenal vonast til að halda sér í titilbaráttunni. (Express)

Arteta vill leikmenn í háum gæðaflokki í janúar. Úrúgvæski vængmaðurinn Facundo Torres (22) hjá Orlando City og úkraínski vængmaðurinn Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk eru efstir á blaði. (Mail)

Manchester United er vongott um að Marcus Rashford (25) og Diogo Dalot (23) skrifi undir nýja samninga við félagið. Samningar David de Gea (31), Luke Shaw (27) og Cristiano Ronaldo (37) eru einnig að renna út næsta sumar. (90min)

Gerard Pique (35) mun gefa eftir 30 milljónir evra sem Barcelona skuldar honum. Varnarmaðurinn reyndi leggur skóna á hilluna á laugardaginn. (Sique Rodriguez)

Aston Villa hefur sett spænska varnarmanninn Pau Torres (25) efstan á óskalista sinn eftir að Unai Emery var ráðinn stjóri. Emery vann með Torres hjá Villarreal. (Football Insider)

West Ham hefur hefur blandað sér í baráttu við Southampton, Leicester og Brentford sem vilja fá brasilíska vængmanninn Tete (22) sem er hjá Lyon á láni frá Shaktar Donetsk. (Sun)

Liverpool er tilbúið að hefja viðræður við brasilíska framherjann Roberto Firmino (31) um nýjan samning. (Football Insider)

Hollenski vængmaðurinn Anwar El Ghazi (27) segist sakna þess að spila í enska boltanum. Hann yfirgaf Aston Villa og gekk í raðir PSV Eindhoven í sumar. (The Athletic)

Úlfarnir vonast til þess að ráða Spánverjann Julen Lopetegui sem nýjan stjóra um leið og HM hléið gengur í garð. (Mail)

Real Madrid er með samningstilboð tilbúið fyrir þýska miðjumanninn Toni Kroos (32) ef hann ákveður að spila eitt tímabil í viðbót. (Fabrizio Romano)

Rodolfo Landim, forseti brasilíska félagsins Flamengo, segir að fréttamenn sem orða Cristiano Ronaldo við félagið séu með frjótt ímyndunarafl og segir að Portúgalinn sé 'dýr varamaður'. (Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner