Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 05. ágúst 2015 22:32
Daníel Geir Moritz
Freysi: Konan fær glaða Freysa heim
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var ánægður eftir leik sinna manna í kvöld en nýliðarnir sigruðu þá Íslandsmeistara Stjörnunnar 1-0.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Stjarnan

„Alltaf jafn yndisleg,“ svaraði Freyr hvernig tilfinning það væri að vinna fótboltaleik en Leiknir hafði ekki unnið síðan í maí. „Við ætlum bara að njóta þess að hafa þessa tilfinningu í systeminu í kvöld og alveg þangað til á æfingu á morgun.“ Freyr sagði þennan leik ekki hafa verið lagðan upp öðruvísi en leikina á undan. „Eina sem við breyttum var að við skiptum um varnarafbrigði í miðjum leik í báðum hálfleikum.“

Elvar Páll Sigurðsson átti sinn besta leik síðan hann gekk til liðs við Leikni fyrir tímabilið. „Hann var frábær í kvöld. Og frábær upp á Skaga. Hann lenti í smá öldudal í byrjun móts og hefur verið að vinna sig faglega upp úr því og ég er mjög ánægður með hann.“

Halldór Kristinn Halldórsson hefur verið einhver besti leikmaður Leiknis í sumar og skoraði sigurmarkið í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður með Halldór Kristinn. Þetta er ástæðan fyrir því að við fengum hann, við þurftum mann með reynslu. Síðast þegar ég þjálfaði Halldór Kristinn skoraði hann fullt af mörkum á undirbúningstímabili og við ákváðum að flytja þetta inn í tímabilið núna og hann hefur bara gert það.“

Sem fyrr segir hafði Leiknir ekki unnið leik í langan tíma og var Freyr gríðarlega ánægður í leikslok. „Konan mín á skilið að fá glaðan Freysa heim í kvöld. Auðvitað var þungu fargi af okkur létt en það er ekkert stress.“

Athugasemdir
banner
banner