Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 18:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeild kvenna: Svekkjandi jafntefli í fjörugum leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 0 - 0 Noregur
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Noregi í fjörugum leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Íslenska liðið byrjaði leikinn gríðarlega vel en Cecilie Fiskerstrand í marki Noregs var í bana stuði í upphafi leiks en hún þurfti að taka á honum stóra sínum í nokkur skipti fyrsta stundafjórðunginn.

Noregur fékk upplagt marktækifæri þegar liðið tókst að pressa vel á Cecilíu en Vilde Boe Risa skaut í stöngina.

Karólína Lea Vilhjálsmdóttir komst í gott færi undir lok fyrri hálfleiks eftir undirbúning Sveindísar Jane Jónsdóttur en skotið laust og auðvelt fyrir Fiskerstrand. Stuttu síðar náði Elisabeth Terland góðu skoti en Cecilía vel á verði.

Íslenska liðið hélt áfram að ógna norska markinu í upphafi seinni hálfleiks en boltinn vildi ekki fara í netið.

Karólína Lea var nálægt því að skora undir lok leiksins en skot hennar fór í Sveindísi en hún fékk boltann aftur en í þetta sinn fór boltinn í slá og yfir. Stuttu síðar var mikill darraðadans inn á teig Noregs og Andrea Rán átti skot í stöngina áður en þeim norsku tókst að koma boltanum frá.

Markalaust jafntefli niðurstaðan. Ísland er því með tvö stig eftir þrjár umferðir en Noregur fjögur.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 3 3 0 0 6 - 2 +4 9
2.    Noregur 3 1 1 1 2 - 2 0 4
3.    Ísland 3 0 2 1 2 - 3 -1 2
4.    Sviss 3 0 1 2 1 - 4 -3 1
Athugasemdir
banner
banner