Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   sun 06. nóvember 2022 13:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar sá fjórði sem fer í þriggja stafa tölu

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins er í byrjunarliðinu sem er að leika gegn Sádí Arabíu í vináttulandsleik en þetta er 100. landsleikur hans fyrir Íslands hönd.


Lestu um leikinn: Sádi-Arabía 1 -  0 Ísland

Sádí Arabía er marki yfir þegar um 20 mínútur eru eftir af leiknum en markið kom í fyrri hálfleik.

Aron er fjórði landsliðsmaðurinn til að ná 100 leikjum. Birkir Bjarnason er leikjahæstur með 112 leiki en hann bætti met Rúnars Kristinssonar sem náði 104 leikjum. Birkir Már Sævarson er í þriðja sæti með 103 leiki.

Aron hefur verið fyrirliði landsliðsins frá 2012 og hefur leitt landsliðið á sín fyrstu stórmót, bæði EM 2016 og HM 2018.


Athugasemdir
banner
banner
banner