Heimild: Thorsport

Þór kvaddi í dag þrjá leikmenn félagsins sem léku með liðinu á liðnu tímabili, og þakkaði þeim fyrir tíma sinn hjá félaginu.
Í síðasta mánuði var sagt frá því að Harley Willard hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið og þá er ljóst að þeir Ásgeir Marinó Baldvinsson og Elvar Baldvinsson verða ekki áfram hjá félaginu.
Í síðasta mánuði var sagt frá því að Harley Willard hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið og þá er ljóst að þeir Ásgeir Marinó Baldvinsson og Elvar Baldvinsson verða ekki áfram hjá félaginu.
„Ásgeir Marínó Baldvinsson er með rætur á Akureyri og lék í yngri flokkum félagsins þar til hann færði sig í FH í 5.flokki. Hann kom aftur norður 2020 og spilaði þá með 2.- og meistaraflokki. Ásgeir spilaði 44 leiki í deild og bikar frá árinu 2020 í hinum ýmsu leikstöðum og skoraði 4 mörk. Ásgeir Marínó er fluttur erlendis til kærustu sinnar, við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni!" segir um Ásgeir í frétt á Thorsport. Kærasta Ásgeirs er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem spilar með Bayern Munchen.
Elvar Baldvinsson kom í Þór frá Völsungi árið 2020 en náði ekki að stimpla sig inn í liðið og var því lánaður til baka til Völsungs. Í sumar var Elvar hins vegar byrjunarliðsmaður hjá Þór og lék bæði sem bakvörður og miðvörður. „Alls hefur Elvar spilað 28 leiki fyrir Þór í deild og bikar. Elvar er fluttur á Ísafjörð með kærustu sinni, við óskum þeim alls hins besta fyrir vestan!" segir um Elvar.
Harley var einn besti leikmaður Þórs á tímabilinu. Kantmaðurinn örvfætti skoraði ellefu mörk í 22 deildarleikjum. „Harley vildi reyna fyrir sér á stærra sviði, við óskum honum alls hins besta í framtíðinni!" segir um Harley.
Í stóra Slúðurpakkanum var sagt frá því að tvö félög í Bestu deildinni og tvö félög í Lengjudeildinni hefðu sýnt honum áhuga eftir gott tímabil fyrir norðan. Eitthvað hefur þá heyrst af því að hann hefði áhuga á því að vera áfram fyrir norðan og spila með KA.
Sjá einnig:
„Tók þessa ákvörðun þar sem ég vil prófa mig á hærra stigi"
Í gær tilkynnti Þór að félagið hefði fengið Valdimar Daða Sævarsson í sínar raðir. Lestu meira um það hér.
Athugasemdir