Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. nóvember 2022 15:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Tottenham og Liverpool: Konate í fyrsta sinn í byrjunarliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru högg skorin í lið Tottenham en Richarlison og Son Heung Min eru báðir meiddir.


Tottenham hefur unnið síðustu tvo leiki með mörkum í uppbótartíma en vegna meiðsla lítur út fyrir að Antonio Conte sé að þétta miðjuna vel.

Harry Kane er eini sóknarmaðurinn í liðinu.

Ibrahima Konate er að stíga upp úr meiðslum en hann er að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Það eru þrjár breytingar á byrjunarliði Liverpool sem vann Napoli 2-0 í Meistaradeildinni í vikunni. Andy Robertson og Harvey Elliott koma inn á. Kostas Tsimikas fer á bekkinn en James Milner er ekki í hópnum eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn Napoli.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Thiago, Elliott, Salah, Firmino, Nunez.

Varamenn: Kelleher, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas, Ramsay, Carvalho, Bajcetic.

Tottenham: Lloris, Lenglet, Dier, Davies, Royal, Hojbjerg, Bissouma, Bentancur, Sessegnon, Perisic, Kane.

Varamenn: Forster, Doherty, Skipp, Sanchez, Gil, Kulusevski, Tanganga, Moura, Sarr. 


Athugasemdir
banner
banner