banner
   sun 06. nóvember 2022 12:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Zerbi: Við þurfum ekki framherja
De Zerbi treystir á Welbeck
De Zerbi treystir á Welbeck
Mynd: EPA

Roberto De Zerbi hefur stýrt Brighton í sjö leikjum, liðið hefur tapað þremur, gert tvö jafntefli og unnið síðustu tvo leiki.


Framherja staðan hefur oft talið vera mikil vandræðastaða hjá liðinu en De Zerbi virðist vera ánægður með hana.

„Við þurfum ekki framherja í janúar, Danny Welbeck og Leandro Trossard eru sterkir og tilbúnir að spila framherjastöðuna," sagði De Zerbi.

Deniz Undav gekk til liðs við félagið í sumar en hann hefur komið við sögu í sjö leikjum og á enn eftir að skora í deildinni. Brighton mun einbeita sér að því að fá nýjan miðvörð í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner