sun 06. nóvember 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Douglas Luiz: Gerrard tók engar áhættur
Mynd: Getty Images

Steven Gerrard var rekinn frá Aston Villa á dögunum eftir slakt gengi að undanförnu. Unai Emery er tekinn við liðinu og stýrir því í fyrsta sinn gegn Manchester United í dag.


Douglas Luiz leikmaður liðsins hefur tjáð sig um Gerrard og Emery.

„Gerrard var frábær þjálfari hjá Aston Villa en því miður sást það ekki á úrslitunum. Við verðum að líta fram á við, ef úrslitin koma ekki verðum við að breyta einhverju. Við áttum frábærann leik gegn Brentford undir stjórn aðstoðarþjálfarans, hann gerði breytingar á uppleggi og spilamennsku, það vantaði hjá Gerrard, að taka smá áhættur," sagði Luiz.

Hann hlakkar til að vinna með Emery.

„Nú erum við með Unai Emery sem er frábær þjálfar, hann hefur þegar stýrt frábærum leikmönnum og liðum, það verður risastórt skref fyrir okkur alla," sagði Luiz.


Athugasemdir
banner
banner
banner