Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. nóvember 2022 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Emery með sigur á Man Utd í endurkomunni
Jacob Ramsey skoraði fyrir bæði lið
Jacob Ramsey skoraði fyrir bæði lið
Mynd: Getty Images

Unai Emery byrjar stjóraferilinn sinn hjá Aston Villa af krafti. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United. Villa var ekki lengi að skora en það var Leon Bailey sem kom boltanum í netið þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar.


Það leið ekki á löngu fyrr en Villa fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig eftir að Luke Shaw gerðist brotlegur. Lucas Digne tók spyrnuna og skoraði með glæsilegu skoti.

Luke Shaw bætti upp fyrir mistökin sín og átti skot að marki undir lok fyrri hálfleiks og boltinn fór af Jacob Ramsay og í netið. Ramsy var aftur í sviðsljósinu snemma í síðari hálfleik en þá tókst honum að skora í rétt mark og tryggði Villa 3-1 sigur.

Tveir aðrir leikir voru í gangi á sama tíma. Annars vegar 4-1 sigur Newcastle gegn Southampton þar sem Miguel Almiron skoraði sjöunda mark sitt í röð í jafn mörgum leikjum. Þá vann Crystal Palace lið West Ham en það var Aaron Cresswell sem skoraði sjálfsmark í uppbótartíma.

Aston Villa 3 - 1 Manchester Utd
1-0 Leon Bailey ('7 )
2-0 Lucas Digne ('11 )
2-1 Jacob Ramsey ('45 , sjálfsmark)
3-1 Jacob Ramsey ('49 )

Southampton 1 - 4 Newcastle
0-1 Miguel Almiron ('35 )
0-2 Chris Wood ('58 )
0-3 Joseph Willock ('62 )
1-3 Romain Perraud ('89 )
1-3 Bruno Guimaraes (90 )

West Ham 1 - 2 Crystal Palace
1-0 Said Benrahma ('20 )
1-1 Wilfred Zaha ('41 )
1-2 Aaron Cresswell (90, sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner