Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Garnacho braut reglur sem Ten Hag setti
Garnacho fagnar með McTominay og Ronaldo
Garnacho fagnar með McTominay og Ronaldo
Mynd: EPA

Alejandro Garnacho leikmaður Manchester United skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á dögunum í 1-0 sigri á Real Sociedad í Evrópudeildinni.


Þessi 18 ára gamli Argentínumaður hefur verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.

Bruno Fernandes greindi frá því eftir leikinn gegn Sociedad að hann hafi ekki verið með gott hugarfar á undirbúningstímabilinu og þess vegna hafi hann ekki fengið tækifærið fyrr.

Chris Wheeler blaðamaður hjá Daily Mail greinir frá því að Erik ten Hag hafi sett Garnacho í skammakrókinn í sumar eftir að hafa brotið reglur sem Ten Hag setti. Hann mætti m.a. seint á fundi.

Hann var í hópnum í leikjum á Taílandi í sumar en kom ekkert við sögu.

Félagið hefur neitað að tjá sig um málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner