Arsenal vann grannaslaginn gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag en það var varnarmaðurinn Gabriel sem skoraði markið eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka.
Boltinn fór í gegnum allan pakkann og Gabriel teygði sig í boltann og setti hann í netið af stuttu færi.
Varnarleikur Chelsea var ansi furðulegur í þessari hornspyrnu og þá sérstaklega hjá Marc Cucurella. Hann stóð inn í teignum og faðmaði Granit Xhaka og leyfði boltanum að rúlla framhjá sér.
Atvikið furðulega má sjá hér fyrir neðan.
What is Cucurella doing here??🤣
— َ (@TheErikWay) November 6, 2022
pic.twitter.com/4vjHRao2QI
Athugasemdir