Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   sun 06. nóvember 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neuer snéri aftur eftir meiðsli - „Hefði viljað halda hreinu"

Manuel Neuer markvörður Bayern Munchen snéri aftur í rammann í gær eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna meiðsla.


Sven Ulrich var í marki Bayern í fjarveru Neuer en Bayern vann alla leikina og hann hélt hreinu í fjórum þeirra.

Neuer tókst ekki að halda hreinu í gær en liðið vann Hertha Berlin 3-2.

„Það var gott að komast aftur út á völl. Ég hefði viljað halda hreinu en það var mikil spenna í dag. Mér líður mjög vel, engin vandamál, einhver smáatriði en mér tókst að spila án vandræða," sagði Neuer.

Leroy Sane og Lucas Hernandez spiluðu einnig sinn fyrsta leik eftir meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner