
Gary Neville sérfærðingur á Sky Sports vill ekki sjá Trent Alexander-Arnold bakvörð Liverpool í byrjunarliði Englands á HM í Katar.
Trent hefur verið mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn sinn og Neville var ekki hrifinn af honum gegn Tottenham í kvöld.
„Ég get ekki séð hvernig Gareth Southgate gæti farið í leik í útsláttakeppni á HM með Trent í liðinu. Ég vil að hann sé besti hægri bakvörður alltra tíma því hann hefur hæfileikana en í dag gat hann kostað Liverpool sigurinn," sagði Neville.
„Hann er fljótfær og ég fæ á tilfinninguna að hann muni gefa víti á HM. Ég held að Southgate muni ekki treysta honum í útsláttakeppni, hann er nú þegar með fjóra frábæra hægri bakverði."
Athugasemdir