Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. nóvember 2022 21:10
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri: Virkilega stoltur af því að spila fyrsta landsleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn tvítugi Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður CF Montréal, var meðal leikmann sem spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í dag, í 1-0 tapi gegn Sádi-Arabíu í vináttulandsleik.

„Þrátt fyrir tap er tilfinningin virkilega fín. Ég er virkilega stoltur af því að spila minn fyrsta A-landsleik. Mér fannst ganga 'allt í lagi' þrátt fyrir tap," sagði Róbert Orri við miðla KSÍ.

Lestu um leikinn: Sádi-Arabía 1 -  0 Ísland

Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að neðan, ræðir Róbert meðal annars um að spila í þessum mikla hita sem er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum áður en hann ræðir um næsta leik. Það er annar vináttuleikur framundan á föstudag, liðið heldur til Suður-Kóreu og leikur gegn heimamönnum.

„Það var gaman að fá 90 mínútur, ég hef ekki fengið það mikið nema í landsleikjum. Ég er virkilega spenntur fyrir næsta leik, það er gaman að vera með strákunum og ég hlakk til að mæta Suður-Kóreu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner