Aston Villa og Manchester United eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni en Aston Villa náði forystunni eftir sjö mínútna leik. Liðið fylgdi því vel á eftir og komst í tveggja marka forystu stuttu síðar.
Leon Bailey, landsliðsmaður Jamaíku kom Aston Villa yfir og stuttu síðar fékk liðið aukaspyrnu.
Lucas Digne tók spyrnuna og gerði sér lítið fyrir og bætti öðru marki við. Unai Emery er að stýra liðinu í fyrsta sinn en hann hefði ekki getað óskað sér betri byrjun.
Markið hans Baily má sjá hér
Frábært mark hjá Digne:
GOAL! Lucas Digne (freekick)#AstonVilla 2-0 Manchester United#AVFC | #AVLMUN
— Fast Footy Goals (@fast_footygoals) November 6, 2022
pic.twitter.com/RXeRu5FMlz
Athugasemdir