Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. nóvember 2022 17:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag pirraður: Það er óásættanlegt
Mynd: EPA

Manchester United tapaði 3-1 gegn Aston Villa en þetta var fyrsti leikur Villa undir stjórn Unai Emery. Erik ten Hag var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna.


„Við töpuðum leiknum í upphafi fyrri hálfleiks og upphafi síðari hálfleiks. Við hefðum getað komið til baka, seinni hlutinn í fyrri hálfleik var mjög góður, bjuggum til færi og náðum að skora. Það er óásættanlegt að fá á sig mark svona snemma í síðari hálfleik eftir skyndisókn," sagði Ten Hag.

Hann segir að leikmennirnir hefðu getað brugðist betur við þó svo þeir hafi runnið blint í sjóinn gegn Emery.

„Þetta tók smá tíma en leikmennirnir hafa mikla reynslu, þeir verða að lesa leikinn og ná réttu skipulagi og fá ekki á sig tvö mörk, það var algjörlega óþarfi," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner