Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. nóvember 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag reynir að sannfæra Vlahovic - Jorginho vill væna launahækkun
Powerade
Dusan Vlahovic
Dusan Vlahovic
Mynd: EPA
Rafael Leao
Rafael Leao
Mynd: EPA
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er klár. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Chelsea og Manchester City munu berjast um Rafael Leao sóknarmann AC Milan og portúgalska landsliðsins, 23, en hann er talinn kosta í kringum 105 milljónir evra. (Tuttomercato)

AC Milan ætlar að fara í samningaviðræður við Leao en núgildandi samningurinn hans rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

Forráðamenn Real Madrid eru hræddir um að áhugi Liverpool á Jude Bellingham geri það spænska félaginu erfitt fyrir að næla í þennan 19 ára gamla Englending í sumar. (Marca)

PSG, Chelsea og Real Madrid eru á undan Manchester United í baráttunni um Endrick, 16 ára framherja Palmeiras. Hann getur farið frá félaginu þegar hann verður 18 ára gamall fyrir 52 miljónir punda. (Fabrizio Romano)

Manchester United fylgist með hinum 19 ára gamla Benjamin Sesko leikmann RB Salzburg en þessi 19 ára gamli framherji hefur þegar gert samkomulag við RB Leipzig. (Sunday Telegraph)

Erik ten Hag vill einnig reyna sannfæra Dusan Vlahovic, 22, framherja Juventus og serbneska landsliðsins að koma á Old Trafford. (Sun)

Manchester United er tilbúið að leyfa Aaron Wan-Bissaka, 24, að snúa aftur á láni til Crystal Palace. (Sun)

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho vill fá tvöfallt hærri laun hjá Chelsea en núgildandi samningur hans rennur út í sumar, (Sport)

Yunus Musah, 19, vekur athygli fyrir frammistöðu sína hjá Valencia en hann er opinn fyrir því að fara aftur til Arsenal einn daginn. Hann var látinn fara frá enska félaginu eftir að hafa verið í sjö ár hjá unglingaliðum félagsins. (CBS Sports)

Spænski miðvörðurinn Pau Torres, 25, leikmaður Villarreal, er efstur á óskalista Unai Emery hjá Aston Villa (La Razon)

Arsenal fylgist með Ibrahima Bamba, 20, leikmanni Vitoria Guimaraes en hann er metinn á 26 milljónir punda. Enska liðið fær samkeppni frá Atalanta og Villareal. (Mirror)

Barcelona undirbýr tilboð í Alberto Moleiro,19 leikmann Las Palmas. Real Madrid, Dortmund og Liverpool hafa einnig áhuga. (AS)

Jordi Alba, 33, er ekki í plönum Xavi og gæti því farið til Napoli. (El Nacional)

Juventus vill gefa Samuel Iling-Junior, 19 ára Engelding, nýjan samning til að fæla burt áhuga frá Brighton og Tottenham. (Tuttosport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner