Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 06. nóvember 2022 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Union fékk skell - Freiburg í öðru sæti
Moussa Diaby skoraði tvö
Moussa Diaby skoraði tvö
Mynd: EPA

Union Berlin hefur komið gríðarlega mikið á óvart í þýsku deildinni á þessari leiktíð og hefur verið í og við toppinn allt tímabilið hingað til. Liðið fékk hins vegar skell í dag.


Union heimsótti Leverkusen sem var í fallsæti fyrir umferðina en staðan var markalaus í hálfleik. Leverkusen komst yfir strax á fyrstu mínútu í síðari hálfleik og bætti tveimur mörkum til viðbótar áður en klukkutími var liðinn af leiknum.

Union skapaði sér lítið sem ekkert en Leverkusen hélt áfram að herja á þá og bættu tveimur mörkum við áður en flautað var til leiksloka, 5-0 lokatölur.

Eftir þetta tap fór Freiburg upp fyrir Union í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Köln og Bayern Munchen er komið á kunnuglegar slóðir á toppinn eftir sigur í gær.

Bayer 5 - 0 Union Berlin
1-0 Robert Andrich ('46 )
2-0 Moussa Diaby ('56 )
3-0 Moussa Diaby ('58 )
4-0 Adam Hlozek ('68 )
5-0 Mitchel Bakker ('76 )

Freiburg 2 - 0 Koln
1-0 Woo-Yeong Jeong ('53 )
2-0 Michael Gregoritsch ('64 )


Athugasemdir
banner
banner