Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. nóvember 2022 18:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir lagði upp og tók svo við bikarnum - Andri lagði upp og Arnór skoraði
Mynd: Guðmundur Svansson

Valgeir Lunddal Friðriksson varð sænskur meistari með Hacken um síðustu helgi en lokaumferðin fór fram í dag og tók liðið við bikarnum.


Valgeir var í byrjunarliði Hacken sem tók á móti Íslendingaliðinu Norrköping. Andri Lucas Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir í byrjunarliðinu og Ari Freyr Skúlason kom inn á sem varamaður.

Liðin buðu upp á veislu en lokatölur urðu 3-3. Andri lagði upp fyrsta mark leiksins en staðan var 2-2 í hálfleik, Valgeir lagði upp jöfnunarmark Hacken undir lok fyrri hálfleiks.

Hacken komst svo yfir en Arnór tryggði Norrköping stig með marki í uppbótartíma. Norrköping endaði í 12. sæti af 16 liðum. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði í 1-0 sigri Elfsborg gegn AIK. Elfsborg endaði í 6. sæti.

Kalmar endaði í 4. sæti deildarinnar eftir 4-0 sigur á botnliði Sundsvall. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn. Sirius tapaði gegn Varberg 3-2 en liðið endar í 11. sæti. Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson komu við sögu í liði Sirius.


Valgeir Lunddal: Maður stefnir alltaf hátt en þetta toppar allt
Athugasemdir
banner
banner
banner