Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 07. apríl 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikarinn: Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram
Garðar Jó tryggði Stjörnunni sigur.
Garðar Jó tryggði Stjörnunni sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 0 - 1 Stjarnan
0-1 Garðar Jóhannsson

Stjarnan vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjubikarnum í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Haukum, 1-0, í Kórnum.

Boðið var upp á mikla baráttu en eina mark leiksins skoraði Garðar Jóhannsson með skalla í fyrri hálfleiknum. Hann hefði að vísu getað tvöfaldað forystu Garðbæinganna en brást bogalistin.

Haukar voru vel skipulagðir og baráttuglaðir í seinni hálfleik og reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Fengu þeir færi til þess.

Stjarnan var hins vegar hársbreidd frá því að tvöfalda forystu sína þegar Þórhallur Kári Knútsson þrumaði boltanum í slána.

En lokatölur 1-0 fyrir Stjörnunni sem fór upp í 2. sæti Riðils 3 í A-deildinni. Haukar eru enn í næst neðsta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner